Filippus prins er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2021 11:09 Filippus prins hafði glímt við veikindi og dvaldi á um tíma sjúkrahúsi fyrr á árinu. EPA/ANDY RAIN Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn. Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn.
Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17