Skjálftinn er sagður hafa fundist víðsvegar um Balkanskaga.
Enn fer tvennum sögum af styrk skjálftans í fjölmiðlum ytra. Jarðvísindamenn í Grikklandi segja hann þó hafa verið 6,0 að styrk og hann hafi orðið á átta kílómetra dýpi.
Honum hafa svo fylgt minnst þrír eftirskjálftar sem voru yfir 4,0 að styrk og allt að 4,9.
Ríkisstjóri svæðisins sagði ríkismiðli Grikklands að engar tilkynningar um skemmdir hefðu borist.