Skoða nýjar staðsetningar þar sem eldgos gæti komið upp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 20:05 Kort sem unnið var af eldfjallafræði- pg náttúruvárhópi Háskóla Íslands sýnir líklegar leiðir hrauns ef til goss kæmi. Háskóli Íslands Gangi spár Veðurstofunnar eftir yrði um hættulítið eldgos að ræða sökum fjarlægðar frá þéttbýli en gasmengun gæti haft sitt að segja þar sem mengun fari upp fyrir heilsuverndarmörk í klukkustund. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira