Skoða nýjar staðsetningar þar sem eldgos gæti komið upp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 20:05 Kort sem unnið var af eldfjallafræði- pg náttúruvárhópi Háskóla Íslands sýnir líklegar leiðir hrauns ef til goss kæmi. Háskóli Íslands Gangi spár Veðurstofunnar eftir yrði um hættulítið eldgos að ræða sökum fjarlægðar frá þéttbýli en gasmengun gæti haft sitt að segja þar sem mengun fari upp fyrir heilsuverndarmörk í klukkustund. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og almannavarna reyna að greina þá atburðarás sem er í gangi og teikna upp þær sviðsmyndir sem mögulega gætu orðið og farið var yfir atburðina í Pallborðinu á Vísi í dag. Tuttugu og þrír jarðskjálftar af stærðinni þrír og meira mældust á sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands frá miðnætti og þar til síðdegis í dag, þar af voru fimm stærri en fjórir. Í heildina hafa 1600 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Bæði Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út hraunhermilíkan sem sýna hvert hraun leitar komi til eldgoss. „Forsendurnar hér er að það sé í raun ein sprunga sem opnist. Og við setjum þessa sprungu þá, upptök hennar, þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið og líka þar sem við höldum að þessi kvikugangur sé að myndast,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Kort Háskólans sýnir nýja staðsetningu Nýtt eldsuppkomukort frá Háskóla Íslands sýnir nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp sem mundi leiða til þess að hraun færi nýja leið og á nýja staði. Við gerð hraunlíkindakortsins er látið gjósa á fimm hundruð metra millibili innan rauðu reitanna, hvert gos endurtekur sig 1500 sinnum og þannig sjáum við hvert hraunin munu helst fara gjósi innan eldsupptakastaða. Þeim mun dekkri sem liturinn er er líklegra hvert hraun fari en það sem liturinn er ljósari minnka líkurnar. Komi til eldgoss er upptakasvæðið þekkt og þá einfaldast útreikningar á helstu hraunaleiðum. Þær sviðsmyndir sem almannavarnir horfa á í dag innihalda ekki að farið yrði í umfangsmikla rýmingu komi til eldgoss. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að halda til haga að það er ekkert í sviðsmyndunum núna sem kallar á það að við förum í rýmingar. Ekki neitt. Menn hafa aðeins verið að spyrja um það varðandi gasmengun, hvort það verði ekki farið í rýmingar. Það er alls ekki gott. það besta sem við gerum ef það er gasmengun er það að fólk haldi sig innandyra,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Enn þá má gera ráð fyrir jarðskjálfta af stærðinni 6. Já ég held að við verðum að halda þeirri sviðsmynd inni að það geti orðið skjálftar þarna allt að stærð 5,9 eða 6,“ segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Hér að neðan má sjá Pallborðið, þar sem Kristín og Víðir, ásamt Þorvaldi Þórðarsyni, ræddu skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira