Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2021 18:31 Páll ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um kosninguna á ársþingi KSÍ um helgina. Stöð 2 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. Þá gagnrýnir Páll núverandi fyrirkomulag Íslensks Toppfótbolta ásamt því að benda á hann telji að þau lið sem létu hvað hæst í sér heyra á ársþinginu séu að reyna stytta sér leið upp í efstu deild. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er ólga í knattspyrnuhreyfingunni eftir að tillaga um fjölgun leikja í deild þeirra bestu – Pepsi Max deild karla – var felld á ársþingi Knattspyrnusambandi Íslands. Þar höfðu lið í neðri deildum mikið vægi. „Það er óeðlilegt hversu mikið vægi þau hafa. Finnst alveg eðlilegt að þau hafi eitthvað vægi í þeim efnum en að þau geti stoppað það beinlínis að fjölga leikjum í efstu deild – sérstaklega í ljósi þess að það er vilji allra að fjölga leikjum – þá þarfnast endurskoðunar á því hvort það þurfi svona aukinn meirihluta allra,“ segir Páll um kosningu helgarinnar. „Það eru allir sammála um að það þurfi að fjölga leikjunum. Ég held það hafi verið einkar óheppilegt að afgreiða þetta mál svona á rafrænu ársþingi þar sem umræður voru mjög þreyttar og leiðinlegar í gegnum tölvuskjá. Ég held að niðurstöðurnar í þessari svokölluðu seinni kosningu – þar sem kosið var um tillögu um úrslitakeppni – ég held að niðurstaðan hafi endurspeglað í vonbrigðum þeirra liða sem náðu ekki sinni tillögu fram. Það er að segja um fjölgun liða.“ „Ég held þetta hafi endurspeglast í – veit ekki hvort það sé rétt að kalla það hefndaraðgerðir – en vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega.“ Páll er ekki einn um þetta en formaður knattspyrnudeildar Vals er sama sinnis. Er knattspyrnuhreyfingin klofin í herðar niður í þessu máli? „Það eru mjög skiptar skoðanir. Klofningur er mjög sterkt orð en það er alveg ljóst að lið í neðri deildum halda liðum í efri deildum hálfpartinn í gíslingu í óbreyttu ástandi þó það sé skoðun allra að fjölga leikjum.“ „Þegar lið koma sér saman um það að kjósa gegn framþróun fótboltans þá segir sig sjálft að önnur lið hljóta að stíga upp á móti og klofningur er sterkt orð en það er einhver gjá,“ sagði Páll um stöðuna innan hreyfingarinnar. Aðeins þrjú íslensk lið munu taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum Nú munu aðeins þrjú íslensk lið eiga þátttökurétt í Evrópukeppnum í stað fjögurra eins og áður. Þetta veikir peningastöðu félaganna. „Þetta er sérstaklega slæmt þar sem við erum að endursemja núna um sjónvarpssamningana sem búa til aukið verðmæti á þeim sviðum. Það er voðalega vont að við getum ekki stigið samstíga til verks í þeim efnum og samið um þessu mikilvægu samninga því þetta skiptir bæði máli fyrir efstu deild og líka aðrar deildir og þau lið sem eiga möguleika á að komast upp. Þetta er mjög slæm staða.“ Páll segir að félögin í Pepsi Max deild karla eigi sér ekki lengur málsvara, hann sé ekki að finna hjá íslenskum Toppfótbolta. „Ég hef sjálfur gagnrýnt ÍTF verulega og ekki skilið tilgang samtakanna eins og þau hafa þróast. Eins og samtökin voru keyrð af stað á sínum tíma fyrir rétt rúmum tíu árum síðan voru þetta samtök félaga í efstu deild karla. Síðan þá hefur komið inn efsta deild kvenna sem og næstefsta deild karla og kvenna sem er þess valdandi að þar sem mestu hagsmunirnir eru undir – sem er Pepsi Max deild karla – eru liðin þar alltaf í minnihluta gagnvart öðrum liðum.“ „Hverskonar hagsmunasamtök eru það sem eiga að vera gæta hagsmuna sterkustu og stærstu félaga landsins sem er í rauninni stjórnað af neðri deildum. Við eigum öll okkar málsvara sem er knattspyrnusambandið og Toppfótbolti er hugsað sem hagsmunasamtök efstu deildar karla gagnvart knattspyrnusambandinu. Þegar öll félög sem eru með barna og unglinga eða meistaraflokksstarf eru aðilar að þessum samtökum þá þjónar það engum tilgangi.“ „Ég sagði það um daginn og stend við þið það hvenær sem er að Íslenskur Toppfótbolti þjónar engum tilgangi í dag.“ Félögin sem markaðssetja fótbolta á Íslandi eiga sér engan málsvara „Sem er mjög alvarlegt í dag. Við sjáum í þessari umræðu sem er að eiga sér stað í aðdraganda kosninganna að það eru allir í eiginhagsmunapoti. Að mörgu leyti má segja að við í Toppfótbolta eða lið í efstu deild séum í ákveðnu eiginhagsmunapoti þegar við segjum það að við viljum spila fleiri leiki, fleiri erfiða leiki og fleiri leiki á móti bestu liðum landsins.“ „Á sama tíma endurspeglast framburður þessara liða sem heyrðist hvað hæst í að stytta sér leið upp í efstu deild og það er ekki málefnalegt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að lokum í spjalli við Stöð 2 og Vísi. Klippa: Vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn KSÍ KR Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Þá gagnrýnir Páll núverandi fyrirkomulag Íslensks Toppfótbolta ásamt því að benda á hann telji að þau lið sem létu hvað hæst í sér heyra á ársþinginu séu að reyna stytta sér leið upp í efstu deild. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Það er ólga í knattspyrnuhreyfingunni eftir að tillaga um fjölgun leikja í deild þeirra bestu – Pepsi Max deild karla – var felld á ársþingi Knattspyrnusambandi Íslands. Þar höfðu lið í neðri deildum mikið vægi. „Það er óeðlilegt hversu mikið vægi þau hafa. Finnst alveg eðlilegt að þau hafi eitthvað vægi í þeim efnum en að þau geti stoppað það beinlínis að fjölga leikjum í efstu deild – sérstaklega í ljósi þess að það er vilji allra að fjölga leikjum – þá þarfnast endurskoðunar á því hvort það þurfi svona aukinn meirihluta allra,“ segir Páll um kosningu helgarinnar. „Það eru allir sammála um að það þurfi að fjölga leikjunum. Ég held það hafi verið einkar óheppilegt að afgreiða þetta mál svona á rafrænu ársþingi þar sem umræður voru mjög þreyttar og leiðinlegar í gegnum tölvuskjá. Ég held að niðurstöðurnar í þessari svokölluðu seinni kosningu – þar sem kosið var um tillögu um úrslitakeppni – ég held að niðurstaðan hafi endurspeglað í vonbrigðum þeirra liða sem náðu ekki sinni tillögu fram. Það er að segja um fjölgun liða.“ „Ég held þetta hafi endurspeglast í – veit ekki hvort það sé rétt að kalla það hefndaraðgerðir – en vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega.“ Páll er ekki einn um þetta en formaður knattspyrnudeildar Vals er sama sinnis. Er knattspyrnuhreyfingin klofin í herðar niður í þessu máli? „Það eru mjög skiptar skoðanir. Klofningur er mjög sterkt orð en það er alveg ljóst að lið í neðri deildum halda liðum í efri deildum hálfpartinn í gíslingu í óbreyttu ástandi þó það sé skoðun allra að fjölga leikjum.“ „Þegar lið koma sér saman um það að kjósa gegn framþróun fótboltans þá segir sig sjálft að önnur lið hljóta að stíga upp á móti og klofningur er sterkt orð en það er einhver gjá,“ sagði Páll um stöðuna innan hreyfingarinnar. Aðeins þrjú íslensk lið munu taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum Nú munu aðeins þrjú íslensk lið eiga þátttökurétt í Evrópukeppnum í stað fjögurra eins og áður. Þetta veikir peningastöðu félaganna. „Þetta er sérstaklega slæmt þar sem við erum að endursemja núna um sjónvarpssamningana sem búa til aukið verðmæti á þeim sviðum. Það er voðalega vont að við getum ekki stigið samstíga til verks í þeim efnum og samið um þessu mikilvægu samninga því þetta skiptir bæði máli fyrir efstu deild og líka aðrar deildir og þau lið sem eiga möguleika á að komast upp. Þetta er mjög slæm staða.“ Páll segir að félögin í Pepsi Max deild karla eigi sér ekki lengur málsvara, hann sé ekki að finna hjá íslenskum Toppfótbolta. „Ég hef sjálfur gagnrýnt ÍTF verulega og ekki skilið tilgang samtakanna eins og þau hafa þróast. Eins og samtökin voru keyrð af stað á sínum tíma fyrir rétt rúmum tíu árum síðan voru þetta samtök félaga í efstu deild karla. Síðan þá hefur komið inn efsta deild kvenna sem og næstefsta deild karla og kvenna sem er þess valdandi að þar sem mestu hagsmunirnir eru undir – sem er Pepsi Max deild karla – eru liðin þar alltaf í minnihluta gagnvart öðrum liðum.“ „Hverskonar hagsmunasamtök eru það sem eiga að vera gæta hagsmuna sterkustu og stærstu félaga landsins sem er í rauninni stjórnað af neðri deildum. Við eigum öll okkar málsvara sem er knattspyrnusambandið og Toppfótbolti er hugsað sem hagsmunasamtök efstu deildar karla gagnvart knattspyrnusambandinu. Þegar öll félög sem eru með barna og unglinga eða meistaraflokksstarf eru aðilar að þessum samtökum þá þjónar það engum tilgangi.“ „Ég sagði það um daginn og stend við þið það hvenær sem er að Íslenskur Toppfótbolti þjónar engum tilgangi í dag.“ Félögin sem markaðssetja fótbolta á Íslandi eiga sér engan málsvara „Sem er mjög alvarlegt í dag. Við sjáum í þessari umræðu sem er að eiga sér stað í aðdraganda kosninganna að það eru allir í eiginhagsmunapoti. Að mörgu leyti má segja að við í Toppfótbolta eða lið í efstu deild séum í ákveðnu eiginhagsmunapoti þegar við segjum það að við viljum spila fleiri leiki, fleiri erfiða leiki og fleiri leiki á móti bestu liðum landsins.“ „Á sama tíma endurspeglast framburður þessara liða sem heyrðist hvað hæst í að stytta sér leið upp í efstu deild og það er ekki málefnalegt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að lokum í spjalli við Stöð 2 og Vísi. Klippa: Vonbrigðin voru það mikil að ég held að menn hafi ekki kosið málefnalega
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn KSÍ KR Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira