Sjö sendir til baka án gildra vottorða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 15:04 Frá störfum lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun. Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira