Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2021 06:11 Ekkert lát er á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira