Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:04 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira