Fjallið æfir sig næst í bardaga á móti „155 kílóa skrímsli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður og lítur vel út. Instagram/@thorbjornsson Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar Björnsson, segir að næsti mótherji Fjallsins í hnefaleikahringnum sé jafnvel mun erfiðari en sá sem bíður hans í Veðmálaborginni í haust. Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira