Ofsahræðsla við hamfarir Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 1. mars 2021 08:00 Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun