Mark Ronaldo dugði skammt gegn Hellas Verona Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. febrúar 2021 21:40 EPA-EFE/MATTEO BAZZI Óvænt úrslit urðu niðurstaðan í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ítalíumeistarar Juventus heimsóttu þá Hellas Verona. Portúgalska markamaskínan Cristiano Ronaldo kom Juventus í forystu snemma í síðari hálfleik. Heimamönnum tókst að jafna metin áður en yfir lauk því Antonin Barak skoraði á 78.mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Juventus sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan. Fyrr í kvöld vann Bologna 2-0 sigur á Lazio. Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi Bologna. Ítalski boltinn
Óvænt úrslit urðu niðurstaðan í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ítalíumeistarar Juventus heimsóttu þá Hellas Verona. Portúgalska markamaskínan Cristiano Ronaldo kom Juventus í forystu snemma í síðari hálfleik. Heimamönnum tókst að jafna metin áður en yfir lauk því Antonin Barak skoraði á 78.mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Juventus sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan. Fyrr í kvöld vann Bologna 2-0 sigur á Lazio. Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi Bologna.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn