Borg er samfélag Alexandra Briem skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Alexandra Briem Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun