Hann segir að starfsmaðurinn hafi farið upp á heilsugæslu að láta skoða sig. Ekki reyndist þörf á að sauma en líma þurfti fyrir sár sem starfsmaðurinn fékk á höfuðið.
Aðrir starfsmenn hafi sloppið í skjálftanum en um hafi verið að ræða eina loftplötueiningu í fjórum hlutum. Ein þeirra hafi hafnað á höfði starfsmannsins.
Uppfært klukkan 12:17
Rúnar segir að starfsmaðurinn sé kominn aftur til starfa eftir heimsóknina á heilsugæsluna.