Hvað tekur núna við hjá íslenska körfuboltalandsliðinu? Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2021 10:00 Hér fagna íslensku strákarnir sigurkörfu Elvars Más Friðrikssonar á móti Lúxemborg en íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlunum með tveimur góðum sigrum í búbblunni í Kósóvó. fiba.basketball Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður næst á ferðinni í ágúst þegar það spilar um sæti í undankeppni HM. Möguleikarnir á að komast í undankeppnina, þar sem bestu lið Evrópu bíða, mega teljast ágætir eftir sigrana tvo í síðustu viku. Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst.
Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30
Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02
Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51