Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:30 Tryggvi Snær Hlinason og Jón Axel Guðmundsson léku mjög vel með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppninni. Hér eru þeir í leiknum á móti Lúxemborg. fiba.basketball Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5% Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira