Lagt til að gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði gefið frjálst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 13:14 Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að íbúar í fjölbýlishúsum þurfi einungis að tilkynna húsfélagi um dýrahald. vísir/afp Lagt er til að skilyrði um samþykki meirihluta íbúa fjöleignahúss fyrir gæludýrahaldi verði afnumið í frumvarpi sem Flokkur fólksins hyggst leggja fram. Formaður flokksins segir efnaminna fólki mismunað. Í frumvarpinu er lögð til breyting á ákvæði fjöleignarhúsalaga um hunda- og kattahald. Í dag má fólk sem býr í fjölbýlishúsum hvorki fá sér hund né kött án þess að afla samþykkis aukins meirihluta íbúa. Tveir þriðju hlutar íbúa þurfa að fallast á beiðnina. Lagt er til að ekkert slíkt samþykki þurfi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og flutningsmaður málsins, segir leyfið þó ekki takmarkalaust. Húsfélagið geti brugðist við og bannað gæludýrahald ef það veldur veldur verulegum ama eða ónæði. „Og á þá síðasta orðið um það að geta stigið inn í ef hundaeigandi fer ekki að tilmælum um að leiðrétta og laga hvernig hann hriðir um dýrið og annað slíkt,“ segir Inga Sæland. Hún segir kröfuna um samþykki annarra íbúa íþyngjandi og oft háða geðþótta. „Við vitum líka að það eru margir sem eru bara einir og það gerir mjög mikið fyrir einmana einstakling að fá gæludýr til að hugsa um.“ Þetta bitni á efnaminni einstaklingum sem eigi ekki annarra kosta völ en að búa í fjölbýlishúsi. Þeim standi oft erfiðir kostir til boða, annað hvort að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um, eða að losa sig við gæludýrið sitt. „Þeir hafa ekki bolmagn til þess að vera með sér inngang og hvað þá einbýlishús. Þannig að sérreglur gilda um þá sem hafa sér inngang og þeir sitja við allt annað borð og njóta ákeðinna forréttinda. Það er verið að mismuna fólki hvað þetta varðar og það eiga allir að geta haldið gæludýr ef þeir kjósa svo,“ segir Inga Sæland. Gæludýr Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í frumvarpinu er lögð til breyting á ákvæði fjöleignarhúsalaga um hunda- og kattahald. Í dag má fólk sem býr í fjölbýlishúsum hvorki fá sér hund né kött án þess að afla samþykkis aukins meirihluta íbúa. Tveir þriðju hlutar íbúa þurfa að fallast á beiðnina. Lagt er til að ekkert slíkt samþykki þurfi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og flutningsmaður málsins, segir leyfið þó ekki takmarkalaust. Húsfélagið geti brugðist við og bannað gæludýrahald ef það veldur veldur verulegum ama eða ónæði. „Og á þá síðasta orðið um það að geta stigið inn í ef hundaeigandi fer ekki að tilmælum um að leiðrétta og laga hvernig hann hriðir um dýrið og annað slíkt,“ segir Inga Sæland. Hún segir kröfuna um samþykki annarra íbúa íþyngjandi og oft háða geðþótta. „Við vitum líka að það eru margir sem eru bara einir og það gerir mjög mikið fyrir einmana einstakling að fá gæludýr til að hugsa um.“ Þetta bitni á efnaminni einstaklingum sem eigi ekki annarra kosta völ en að búa í fjölbýlishúsi. Þeim standi oft erfiðir kostir til boða, annað hvort að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um, eða að losa sig við gæludýrið sitt. „Þeir hafa ekki bolmagn til þess að vera með sér inngang og hvað þá einbýlishús. Þannig að sérreglur gilda um þá sem hafa sér inngang og þeir sitja við allt annað borð og njóta ákeðinna forréttinda. Það er verið að mismuna fólki hvað þetta varðar og það eiga allir að geta haldið gæludýr ef þeir kjósa svo,“ segir Inga Sæland.
Gæludýr Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira