Lög sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi samþykkt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:37 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram. Það varð að lögum í dag. visir/Vilhelm Sá sem dreifir í heimildarleysi kynferðislegri mynd, eða mynd sem felur í sér nekt, getur nú átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Frumvarp um kynferðislega friðhelgi var samþykkt á Alþingi í dag með 49 samhljóða atkvæðum allra viðstaddra þingmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram en því er ætlað að taka á svokölluðu stafrænu kynferðisofbeldi og styrkir réttarvernd þeirra sem brotið er gegn. Ný grein bætist við almenn hegningarlög sem hljóðar svo: „Hver sem í heimildarleysi útbýr, aflar sér, dreifir eða birtir ljósmynd, kvikmynd, texta eða sambærilegt efni af eða um nekt eða kynferðislega háttsemi annars skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum, en 4 árum sé brotið stórfellt.“ Einnig er óheimilt að hóta slíkri birtingu eða dreifingu. Þá varðar það einnig sektum eða allt að eins árs fangelsi að dreifa, afrita, sýna eða hnýsast í gögn um einkamálefni annars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fagnaði málinu þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag. „Þetta sýnir eindreginn vilja Alþingis til að taka á dekkri hliðum tækniþróunar og taka í raun á kynferðislegu ofbeldi og áreitni,“ sagði Katrín og þakkaði dómsmálaráðherra fyrir að leiða málið til lykta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarpið mikið framfaraskref.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggist á skýrslu sem María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, vann fyrir stýrihóp sem forsætisráðherra skipaði í mars 2018 um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Stýrihópurinn starfaði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna um að ríkisstjórnin myndi meðal annars standa fyrir gerð áætlunar um að „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi“. Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram en því er ætlað að taka á svokölluðu stafrænu kynferðisofbeldi og styrkir réttarvernd þeirra sem brotið er gegn. Ný grein bætist við almenn hegningarlög sem hljóðar svo: „Hver sem í heimildarleysi útbýr, aflar sér, dreifir eða birtir ljósmynd, kvikmynd, texta eða sambærilegt efni af eða um nekt eða kynferðislega háttsemi annars skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum, en 4 árum sé brotið stórfellt.“ Einnig er óheimilt að hóta slíkri birtingu eða dreifingu. Þá varðar það einnig sektum eða allt að eins árs fangelsi að dreifa, afrita, sýna eða hnýsast í gögn um einkamálefni annars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fagnaði málinu þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag. „Þetta sýnir eindreginn vilja Alþingis til að taka á dekkri hliðum tækniþróunar og taka í raun á kynferðislegu ofbeldi og áreitni,“ sagði Katrín og þakkaði dómsmálaráðherra fyrir að leiða málið til lykta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarpið mikið framfaraskref.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggist á skýrslu sem María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, vann fyrir stýrihóp sem forsætisráðherra skipaði í mars 2018 um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Stýrihópurinn starfaði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna um að ríkisstjórnin myndi meðal annars standa fyrir gerð áætlunar um að „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi“.
Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira