Lög sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi samþykkt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:37 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram. Það varð að lögum í dag. visir/Vilhelm Sá sem dreifir í heimildarleysi kynferðislegri mynd, eða mynd sem felur í sér nekt, getur nú átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Frumvarp um kynferðislega friðhelgi var samþykkt á Alþingi í dag með 49 samhljóða atkvæðum allra viðstaddra þingmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram en því er ætlað að taka á svokölluðu stafrænu kynferðisofbeldi og styrkir réttarvernd þeirra sem brotið er gegn. Ný grein bætist við almenn hegningarlög sem hljóðar svo: „Hver sem í heimildarleysi útbýr, aflar sér, dreifir eða birtir ljósmynd, kvikmynd, texta eða sambærilegt efni af eða um nekt eða kynferðislega háttsemi annars skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum, en 4 árum sé brotið stórfellt.“ Einnig er óheimilt að hóta slíkri birtingu eða dreifingu. Þá varðar það einnig sektum eða allt að eins árs fangelsi að dreifa, afrita, sýna eða hnýsast í gögn um einkamálefni annars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fagnaði málinu þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag. „Þetta sýnir eindreginn vilja Alþingis til að taka á dekkri hliðum tækniþróunar og taka í raun á kynferðislegu ofbeldi og áreitni,“ sagði Katrín og þakkaði dómsmálaráðherra fyrir að leiða málið til lykta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarpið mikið framfaraskref.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggist á skýrslu sem María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, vann fyrir stýrihóp sem forsætisráðherra skipaði í mars 2018 um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Stýrihópurinn starfaði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna um að ríkisstjórnin myndi meðal annars standa fyrir gerð áætlunar um að „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi“. Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram en því er ætlað að taka á svokölluðu stafrænu kynferðisofbeldi og styrkir réttarvernd þeirra sem brotið er gegn. Ný grein bætist við almenn hegningarlög sem hljóðar svo: „Hver sem í heimildarleysi útbýr, aflar sér, dreifir eða birtir ljósmynd, kvikmynd, texta eða sambærilegt efni af eða um nekt eða kynferðislega háttsemi annars skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum, en 4 árum sé brotið stórfellt.“ Einnig er óheimilt að hóta slíkri birtingu eða dreifingu. Þá varðar það einnig sektum eða allt að eins árs fangelsi að dreifa, afrita, sýna eða hnýsast í gögn um einkamálefni annars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fagnaði málinu þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag. „Þetta sýnir eindreginn vilja Alþingis til að taka á dekkri hliðum tækniþróunar og taka í raun á kynferðislegu ofbeldi og áreitni,“ sagði Katrín og þakkaði dómsmálaráðherra fyrir að leiða málið til lykta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarpið mikið framfaraskref.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggist á skýrslu sem María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, vann fyrir stýrihóp sem forsætisráðherra skipaði í mars 2018 um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Stýrihópurinn starfaði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna um að ríkisstjórnin myndi meðal annars standa fyrir gerð áætlunar um að „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi“.
Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira