Ó þú dásamlega Borgarlína! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. febrúar 2021 07:00 Ég hlustaði á kynningu á fyrsta framkvæmdahluta Borgarlínu í bæjarráði fyrir skömmu og verð að viðurkenna að það fór um mig góð tilfinning. Loksins sjáum við fram á að hafist verði handa við eina umfangsmestu framkvæmd á uppbyggingu innviða þessa lands. Þvílíkir tímar að lifa. Loksins sjáum við fram á að almenningssamgöngur muni virka sem skjótur fararkostur og verða alvöru valkostur fyrir fólk á öllum aldri. Ég trúi því að um leið og við upplifum raunverulegan tímasparnað og þægindin sem fylgja Borgarlínu að þá hoppum við fleiri en ætla mætti á þann vagn. Ekki bara unga fólkið sem bíður mögulega einna spenntast og lætur ekki deigan síga við þær aðstæður sem nú eru og nýta almenningssamgöngur sama hvað. Tilgangur þess að tala stórkostlega framkvæmd niður Ég hef verið nokkuð hugsi yfir þeirri neikvæðu umræðu sem er úti í samfélaginu. Hún hefur hingað til einkennst af vel miðaldra körlum sem hafa mjög sterka og neikvæða skoðun á Borgarlínunni sem valkost. Og rökin eru oft með miklum ólíkindum. Talað er um að við sem aðhyllumst betri almenningssamgöngur hötum bifreiðar. “Þið sem hatið einkabílinn” er upphrópun sem ég átta mig ekki á hvernig hægt er að slá fram í umræðunni. En markmið þessara útvöldu karla fer ekkert á huldu. Það á einfaldlega að hafa sem hæst og úthrópa Borgarlínuna sem bastarð sem enginn vill og mun ekki virka. Staðreyndir málsins eru að það verða vissulega miklar breytingar á umferðaræðum, ásýnd og skipulagi og það sem meira er, það er frábært að sjá hvernig sú breyting kemur til með að líta út. Framtíðar stefið unga fólkið og tækifærin Staðreyndin er sú að allir kalla eftir þægilegri samgöngumáta, hraðari farakosti, minni mengun og aðlaðandi umhverfi heilt yfir til að lifa og starfa í. Ég, sem búsett er í Garðabæ sem einhverjir kalla mekka einkabílsins, bíð spennt og fagna því að hingað til hafa Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar talað fallega um Borgarlínuna. Talað hana upp en ekki niður. Borgarlínan er hagsmunamál allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og verður til þess fallin að gefa sveitarfélögunum í Kraganum aukna vigt, ekki bara í vali á búsetu heldur einnig sem fýsileg staðsetning alls kyns atvinnustarfsemi. Við horfum til að mynda til þess að Tækniskólinn ein af mikilvægu menntastofnunum landsins hafi áform um að staðsetja sig í Kraganum og þá skipta samgöngur öllu máli. Ungt fólk kýs almenningssamgöngur og gerir þá kröfu að við sem samfélag horfum til framtíðar og tökum allar breytur inn þegar kemur að skipulagi samgangna og íbúðauppbygginu. Fyrir utan mikilvægi þess að að draga úr umferðarmengun almennt. Áfram Borgarlína - keyrum þetta í gang! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Borgarlína Garðabær Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hlustaði á kynningu á fyrsta framkvæmdahluta Borgarlínu í bæjarráði fyrir skömmu og verð að viðurkenna að það fór um mig góð tilfinning. Loksins sjáum við fram á að hafist verði handa við eina umfangsmestu framkvæmd á uppbyggingu innviða þessa lands. Þvílíkir tímar að lifa. Loksins sjáum við fram á að almenningssamgöngur muni virka sem skjótur fararkostur og verða alvöru valkostur fyrir fólk á öllum aldri. Ég trúi því að um leið og við upplifum raunverulegan tímasparnað og þægindin sem fylgja Borgarlínu að þá hoppum við fleiri en ætla mætti á þann vagn. Ekki bara unga fólkið sem bíður mögulega einna spenntast og lætur ekki deigan síga við þær aðstæður sem nú eru og nýta almenningssamgöngur sama hvað. Tilgangur þess að tala stórkostlega framkvæmd niður Ég hef verið nokkuð hugsi yfir þeirri neikvæðu umræðu sem er úti í samfélaginu. Hún hefur hingað til einkennst af vel miðaldra körlum sem hafa mjög sterka og neikvæða skoðun á Borgarlínunni sem valkost. Og rökin eru oft með miklum ólíkindum. Talað er um að við sem aðhyllumst betri almenningssamgöngur hötum bifreiðar. “Þið sem hatið einkabílinn” er upphrópun sem ég átta mig ekki á hvernig hægt er að slá fram í umræðunni. En markmið þessara útvöldu karla fer ekkert á huldu. Það á einfaldlega að hafa sem hæst og úthrópa Borgarlínuna sem bastarð sem enginn vill og mun ekki virka. Staðreyndir málsins eru að það verða vissulega miklar breytingar á umferðaræðum, ásýnd og skipulagi og það sem meira er, það er frábært að sjá hvernig sú breyting kemur til með að líta út. Framtíðar stefið unga fólkið og tækifærin Staðreyndin er sú að allir kalla eftir þægilegri samgöngumáta, hraðari farakosti, minni mengun og aðlaðandi umhverfi heilt yfir til að lifa og starfa í. Ég, sem búsett er í Garðabæ sem einhverjir kalla mekka einkabílsins, bíð spennt og fagna því að hingað til hafa Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar talað fallega um Borgarlínuna. Talað hana upp en ekki niður. Borgarlínan er hagsmunamál allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og verður til þess fallin að gefa sveitarfélögunum í Kraganum aukna vigt, ekki bara í vali á búsetu heldur einnig sem fýsileg staðsetning alls kyns atvinnustarfsemi. Við horfum til að mynda til þess að Tækniskólinn ein af mikilvægu menntastofnunum landsins hafi áform um að staðsetja sig í Kraganum og þá skipta samgöngur öllu máli. Ungt fólk kýs almenningssamgöngur og gerir þá kröfu að við sem samfélag horfum til framtíðar og tökum allar breytur inn þegar kemur að skipulagi samgangna og íbúðauppbygginu. Fyrir utan mikilvægi þess að að draga úr umferðarmengun almennt. Áfram Borgarlína - keyrum þetta í gang! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun