Einn dó og átta særðust í eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjamanna Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 13:15 Þrjár eldflaugar lentu í herstöðinni og minnst þrjár aðrar á íbúðasvæði. GETTY/Yunus Keles Einn lét lífið og minnst átta eru særðir eftir að eldflaugum var skotið að herstöð í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, í gærkvöldi. Sá sem dó var verktaki og einn bandarískur hermaður er meðal hinna særðu en hann fékk heilahristing. Herstöðin er í norðurhluta Írak, í borginni Irbil á yfirráðasvæði Kúrda. Talsmaður aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu sagði í morgun að fjórtán 107 mm eldflaugum hefði verið skotið á herstöðina og þrjár hefðu lent í henni. Þrjár eldflaugar eru sagðar hafa lent á íbúðasvæði nærri herstöðinni og flugvelli Irbil. Update: CJTF-OIR confirms approx. 14 107 mm rockets launched with 3 impacting within EAB, Feb 15 at 2130 hours (Iraqi time).One civilian contractor was killed (Not US), and 9 injured ( 8 CIV contractors/ 1 US MIL) - 4 US/ 1 US MIL concussion protocol.— OIR Spokesman Col. Wayne Marotto (@OIRSpox) February 16, 2021 Spenna milli hersveita Bandaríkjanna og írakskra og kúrdískra bandamanna þeirra annars vegar og hersveita sem studdar eru af Íran hins vegar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Tiltölulega lítið þekkt sveit, sem kallast Awliya al-Dam, eða Verjendur blóðs, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sú sveit tengist yfirvöldum í Íran og Hezbollah. Samkvæmt frétt Guardian ber sveitin einnig ábyrgð á tveimur sprengjuárásum á bílalestir Bandaríkjanna í Írak síðasta sumar. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á kjörtímabili sínu að árásir á bandaríkjamenn myndu leiða til umfangsmikilla loftárása Bandaríkjanna á sveitir Írana í Írak. Þegar bandarískur verktaki dó í Kirkuk árið 2019 svaraði Trump fyrir þá árás með því að ráða hershöfðingjann Qassem Soleimani af dögum í loftárás í Írak og Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi valdamikla sveit í Írak. Sjá einnig: Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Barham Saleh, forseti Íraks, hefur fordæmt árásina og sagði í yfirlýsingu að um hættulega stigmögnun væri að ræða. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að rannsókn muni fara fram og þeir sem hafi skotið eldflaugunum verði dregnir til ábyrgðar. Írak Íran Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Herstöðin er í norðurhluta Írak, í borginni Irbil á yfirráðasvæði Kúrda. Talsmaður aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu sagði í morgun að fjórtán 107 mm eldflaugum hefði verið skotið á herstöðina og þrjár hefðu lent í henni. Þrjár eldflaugar eru sagðar hafa lent á íbúðasvæði nærri herstöðinni og flugvelli Irbil. Update: CJTF-OIR confirms approx. 14 107 mm rockets launched with 3 impacting within EAB, Feb 15 at 2130 hours (Iraqi time).One civilian contractor was killed (Not US), and 9 injured ( 8 CIV contractors/ 1 US MIL) - 4 US/ 1 US MIL concussion protocol.— OIR Spokesman Col. Wayne Marotto (@OIRSpox) February 16, 2021 Spenna milli hersveita Bandaríkjanna og írakskra og kúrdískra bandamanna þeirra annars vegar og hersveita sem studdar eru af Íran hins vegar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Tiltölulega lítið þekkt sveit, sem kallast Awliya al-Dam, eða Verjendur blóðs, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sú sveit tengist yfirvöldum í Íran og Hezbollah. Samkvæmt frétt Guardian ber sveitin einnig ábyrgð á tveimur sprengjuárásum á bílalestir Bandaríkjanna í Írak síðasta sumar. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á kjörtímabili sínu að árásir á bandaríkjamenn myndu leiða til umfangsmikilla loftárása Bandaríkjanna á sveitir Írana í Írak. Þegar bandarískur verktaki dó í Kirkuk árið 2019 svaraði Trump fyrir þá árás með því að ráða hershöfðingjann Qassem Soleimani af dögum í loftárás í Írak og Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi valdamikla sveit í Írak. Sjá einnig: Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Barham Saleh, forseti Íraks, hefur fordæmt árásina og sagði í yfirlýsingu að um hættulega stigmögnun væri að ræða. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að rannsókn muni fara fram og þeir sem hafi skotið eldflaugunum verði dregnir til ábyrgðar.
Írak Íran Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira