Veður og veira... það vorar að lokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:18 Fyrir mitt sumar ætti stór hluti þjóðarinnar að vera bólusettur. Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. Áætlunin gerir aðeins ráð fyrir notkun bóluefna Pfizer, Moderna og AstraZeneca en vonir standa til að afhending á bóluefnum frá Janssen (Johnson & Johnson) og CureVac hefjist á öðrum ársfjórðungi. Þá fjölgar þeim sem hafa verið bólusettir um mitt sumar. Þess má geta að samkvæmt jákvæðustu áætlun Norðmanna gera þeir ráð fyrir að fá 2.541.000 milljón skammta frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca í apríl, maí og júní, auk 1.744.000 skammta samanlagt frá öðrum lyfjafyrirtækjum. Um sex þúsund manns fullbólusettir Til stendur að bjóða 280 þúsund Íslendingum bólusetningu, það er að segja öllum 16 ára og eldri. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 16 ára og eldri um 290 þúsund talsins árið 2020 en misræmið kann að skýrast af því að ákveðnir hópar verða ekki bólusettir, svo sem þeir sem þegar hafa fengið Covid-19 og þeir sem þjást af alvarlegum lyfjaofnæmum. Í morgun var bólusetning hafin á 8.143 einstaklingum og þar af voru 5.944 fullbólusettir. Svokallaðir bólusetningarhópar eru tíu og er bólusetning hafin í fimm hópum. Unnið er að bólusetningu 60 ára og eldri eftir aldursröð en næsti hópur á forgangslistanum er heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu. Þá koma einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi. Vinna að bólusetningardagatali Ekki hefur verið gefið upp hversu margir tilheyra hverjum hóp, enda nokkuð flókinn útreikningur. Þannig er viðbúið að innan hóp sex, sem eru 60 ára og eldri, séu margir einstaklingar sem einnig tilheyra öðrum forgangshópum. Nú stendur hins vegar til að gefa út bólusetningardagatal hér á landi til að skýra stöðuna en það hefur bæði verið gert í Danmörku og Noregi, svo dæmi séu tekin. Norska dagatalinu fylgja nokkuð ítarlegar útskýringar og tölur í sérstöku skjali um forsendur en það danska einfalt og skýrt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Áætlunin gerir aðeins ráð fyrir notkun bóluefna Pfizer, Moderna og AstraZeneca en vonir standa til að afhending á bóluefnum frá Janssen (Johnson & Johnson) og CureVac hefjist á öðrum ársfjórðungi. Þá fjölgar þeim sem hafa verið bólusettir um mitt sumar. Þess má geta að samkvæmt jákvæðustu áætlun Norðmanna gera þeir ráð fyrir að fá 2.541.000 milljón skammta frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca í apríl, maí og júní, auk 1.744.000 skammta samanlagt frá öðrum lyfjafyrirtækjum. Um sex þúsund manns fullbólusettir Til stendur að bjóða 280 þúsund Íslendingum bólusetningu, það er að segja öllum 16 ára og eldri. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 16 ára og eldri um 290 þúsund talsins árið 2020 en misræmið kann að skýrast af því að ákveðnir hópar verða ekki bólusettir, svo sem þeir sem þegar hafa fengið Covid-19 og þeir sem þjást af alvarlegum lyfjaofnæmum. Í morgun var bólusetning hafin á 8.143 einstaklingum og þar af voru 5.944 fullbólusettir. Svokallaðir bólusetningarhópar eru tíu og er bólusetning hafin í fimm hópum. Unnið er að bólusetningu 60 ára og eldri eftir aldursröð en næsti hópur á forgangslistanum er heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu. Þá koma einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi. Vinna að bólusetningardagatali Ekki hefur verið gefið upp hversu margir tilheyra hverjum hóp, enda nokkuð flókinn útreikningur. Þannig er viðbúið að innan hóp sex, sem eru 60 ára og eldri, séu margir einstaklingar sem einnig tilheyra öðrum forgangshópum. Nú stendur hins vegar til að gefa út bólusetningardagatal hér á landi til að skýra stöðuna en það hefur bæði verið gert í Danmörku og Noregi, svo dæmi séu tekin. Norska dagatalinu fylgja nokkuð ítarlegar útskýringar og tölur í sérstöku skjali um forsendur en það danska einfalt og skýrt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira