Gerði helling fyrir Dag að enda fyrir ofan Ísland á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 11:00 Næsta verkefni Dags með japanska landsliðið eru Ólympíuleikarnir á heimavelli. epa/Anne-Christine Poujoulat Dagur Sigurðsson er ánægður með árangur Japans á HM 2021 í Egyptalandi og segir að það hafi verið sætt að enda fyrir ofan Ísland á mótinu. Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira