Kadetten tók á móti botnliði Endingen og var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en snemma tóku heimamenn í Kadetten leikinn yfir og leiddu til að mynda með sex mörkum í leikhléi, 14-8.
Í síðari hálfleik hélt forystan áfram að aukast og fór að lokum svo að Kadetten vann nítján marka sigur, 38-19.
Með sigrinum lyfti Kadetten sér upp í efsta sæti deildarinnar en liðið er ríkjandi meistari.