Banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 11:46 Víða í Bandaríkjunum er deilt um réttindi transfólks. Öldungadeild Mississippi samþykkti á fimmtudag að banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum í framhalds- og háskólum. Bannið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn níu. Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá. Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá.
Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira