„Super Mario“ verður forsætisráðherra og Luigi áfram utanríkisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2021 08:50 Ríkisstjórn Mario Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Getty/Alessandro Di Meo Mario Draghi hefur þekkst boð um að taka að sér embætti forsætisráðherra Ítalíu og mun formlega taka við embættinu síðar í dag. Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35