Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum.
Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur.
Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni.
Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors.
Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn.
Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna.
Það má sjá þetta hér fyrir neðan.
Steph s teammate knew it was cash before he even passed it pic.twitter.com/TLYTcz46Gc
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 12, 2021
Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum.
Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu.
Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna.
Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili.
Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan.
Hi, I m Steph s teammate , my names Juan. https://t.co/Rmjv7rsI6E
— Juan Toscano Anderson (@juanonjuan10) February 12, 2021