Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 06:38 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í Háskóla Íslands í janúar þegar meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni flæddu um nokkrar byggingar skólans. Vísir/Egill Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu. Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli. Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira