Fyrirspurnum um rasslyftingu hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 18:13 Kim Kardashian hefur komið af stað tískubylgju. instagram Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn. Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira