Fyrirspurnum um rasslyftingu hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 18:13 Kim Kardashian hefur komið af stað tískubylgju. instagram Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn. Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira