Stöð 2 Sport
Klukkan 17.45 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Dominos-deild karla í körfubolta. Klukkan 18.10 er svo ferðinni heitið til Njarðvíkur þar sem heimamenn taka á móti ÍR.
Að þeim leik loknum er brunað yfir á Hlíðarenda þar sem Valur fær sjóðandi heita Keflvíkinga í heimsókn klukkan 20.05 og að lokum er Dominos Körfuboltakvöld á dagskrá klukkan 22.00.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.20 er leikur Baskonia og Badalona í spænska konungsbikarnum í körfubolta á dagskrá. Klukkan 19.40 sýnum við svo leik Blackburn Rovers og Preston North End í ensku B-deildinni.
Stöð 2 Sport 4
Við sýnum leik Bologna og Benevento í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 19.35. Forvitnilegt verður að sjá hvort Andri Fannar Baldursson fái mínútur með Bologna í kvöld.
Stöð 2 Golf
Klukkan 20.00 er komið að PGA-mótaröðinni í golfi. Þá fer AT&T Pebble Beach Pro-Am mótið af stað. Stutt og laggott nafn en mótið verður langt og spennandi.