Einlægir þættir um minningar tengdar Reykjavíkurborg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 21:31 Sveinn Orri Símonarson kvikmyndagerðarmaður segir sögur af eftirminnilegum augnablikum í Reykjavík í nýjum þáttum. Elvar Örn Egilsson Þættirnir Borgarminning hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga, en á bak við verkefnið er kvikmyndagerðarmaðurinn Sveinn Orri. Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan. Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan.
Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira