Hálfnað er verk… Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 16:01 Umræður um stjórnarskrá lýðveldisins eru ekki nýjar af nálinni. Allt frá lýðveldisstofnun hefur fólk haft skoðanir á helstu málum og velt vöngum yfir því hvort stjórnarskráin þjónaði sínum upphaflegu markmiðum, hvort ný markmiðssetning væri tímabær eða hvort allt plaggið ætti að fara í gegnum endurskoðun. Nýir tímar kalla á ný viðhorf og ný viðfangsefni og viðhorf sem þóttu sjálfsögð fyrir einhverjum áratugum þykja úrelt í dag. Verkefni sem engum datt í hug eru verkefni dagsins og verkefni gærdagsins oft úrelt og meira fyrir sagnfræðinga að velta fyrir sér heldur en framsýnt 21. aldar fólk. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að fara í það verk að nýju að endurskoða stjórnarskrána. Verkið er viðamikið og því ákveðið að skipta vinnunni á tvö kjörtímabil. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú lagt fram í eigin nafni tillögur til breytinga á nokkrum lykilatriðum í stjórnskipan Íslands, atriðum sem ættu að skipta flesta Íslendinga miklu máli. Sú staðreynd að forsætisráðherra leggur málið fram í eigin nafni breytir ekki því að allir formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa setið 25 fundi á kjörtímabilinu þar sem breytingar hafa verið ræddar. Þær tillögur sem nú birtast byggja að mestu leiti á þeirri vinnu sem stjórnlagaráð og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd unnu á árunum 2011-2013, auk þeirrar vinnu sem unnin hefur verið síðan. Afraksturinn er frumvarp í 23 greinum. Þjóðareign nái yfir allar auðlindir Breytingarnar snúa að nokkrum atriðum. Valdmörk milli forseta og ríkisstjórnar eru skýrð. Breytingar eru lagðar til á kjöri Forseta Íslands. Ríkissaksóknari fær stöðu í stjórnarskrá. Þingræðið er styrkt. Ákvæði um náttúruvernd eru sett inn, einnig ákvæði um auðlindir í þjóðareign og loks ákvæði um stöðu íslenskrar tungu og íslenskt táknmál sem ríkismál og skyldu stjórnvalda til að vernda þau og styrkja. Allar eru þessar breytingar mikilvægar en þær sem mesta umfjöllun hafa fengið eru ákvæðin um náttúruvernd og auðlindir í þjóðareign. Ákvæðið um auðlindir í þjóðareign á að ná yfir allar auðlindir. Bæði þær sem við þekkjum nú, og þær sem kunna að raungerast síðar. Fyrir tuttugu árum sáum við hvorki fyrir að vindorka væri auðlind né aðgangur að hálendinu. Þá kann vel að fara svo að í framtíðinni verði aðrar auðlindir mikilvægar, eins og binding koltvísýrings í bergi. Gerður er greinarmunur á hvort nýting auðlindar sé í hreinu ábataskyni eða hvort um samfélagslega nýtingu sé að ræða. Skylt verður að taka gjald af nýtingu í ábataskyni og engin úthlutun nýtingarréttar verður varanleg. Eins og gefur að skilja geta verið uppi misjöfn sjónarmið á mismunandi tímum um hvað teljist til auðlinda og hvað teljist nýting í ábataskyni, en einmitt þess vegna mikilvægt að taka af tvímæli um að þar á er munur og fela síðan Alþingi á hverjum tíma að ákveða með lögum hver gjaldtakan eigi að vera. Náttúruverndarákvæðið er einnig gríðarlega mikilvægt. Áskilnaður um sjálfbæra þróun kemur inn í stjórnarskrá. Þar er skýrt kveðið á um almannaréttinn, heimild fólks til að fara um landið. Skyldan til að ganga vel um landið er fest í stjórnarskrá og rétturinn til heilnæms umhverfis er tryggður. Efni frekar en form Frumvarpið er nú til umræðu í þinginu og hófst fyrsta umræða 3. febrúar. Frumvarpið er vel unnið og ætti að mínu mati að geta orðið grundvöllur til sátta í langvarandi ágreiningsefnum. Svo kann að fara að við vinnsluna þurfi allir að gefa eitthvað eftir af sínum ýtrustu kröfum og ekki víst að öllum finnist frumvarpið endurspegla þá þörf sem þeir telja fyrir breytingar. Á hinn bóginn tel ég að nú sé tækifæri hjá þinginu að sýna þjóðinni að það sé fært um að tala sig niður á ásættanlega niðurstöðu eftir áratuga skoðun og færa þjóðinni ný ákvæði um mikilvæg réttindamál í stjórnarskrá. Fram til þessa hefur endurskoðun strandað á því að menn hafa ekki verið sammála um umfang eða þörf á verkefninu. En nú er verkið hálfnað. Allir þingmenn á Alþingi þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir séu tilbúnir í það verkefni eða hvort menn ætli að halda sig í skotgröfum og ræða fremur um form heldur en efni. Með þessari aðferð leggur Katrín Jakobsdóttir til að við tökum verkefnið í áföngum en af festu, lokum þessum köflum, en tökum svo til við þá næstu. Ég er reiðubúinn í það verkefni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Alþingi Stjórnarskrá Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Umræður um stjórnarskrá lýðveldisins eru ekki nýjar af nálinni. Allt frá lýðveldisstofnun hefur fólk haft skoðanir á helstu málum og velt vöngum yfir því hvort stjórnarskráin þjónaði sínum upphaflegu markmiðum, hvort ný markmiðssetning væri tímabær eða hvort allt plaggið ætti að fara í gegnum endurskoðun. Nýir tímar kalla á ný viðhorf og ný viðfangsefni og viðhorf sem þóttu sjálfsögð fyrir einhverjum áratugum þykja úrelt í dag. Verkefni sem engum datt í hug eru verkefni dagsins og verkefni gærdagsins oft úrelt og meira fyrir sagnfræðinga að velta fyrir sér heldur en framsýnt 21. aldar fólk. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að fara í það verk að nýju að endurskoða stjórnarskrána. Verkið er viðamikið og því ákveðið að skipta vinnunni á tvö kjörtímabil. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú lagt fram í eigin nafni tillögur til breytinga á nokkrum lykilatriðum í stjórnskipan Íslands, atriðum sem ættu að skipta flesta Íslendinga miklu máli. Sú staðreynd að forsætisráðherra leggur málið fram í eigin nafni breytir ekki því að allir formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa setið 25 fundi á kjörtímabilinu þar sem breytingar hafa verið ræddar. Þær tillögur sem nú birtast byggja að mestu leiti á þeirri vinnu sem stjórnlagaráð og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd unnu á árunum 2011-2013, auk þeirrar vinnu sem unnin hefur verið síðan. Afraksturinn er frumvarp í 23 greinum. Þjóðareign nái yfir allar auðlindir Breytingarnar snúa að nokkrum atriðum. Valdmörk milli forseta og ríkisstjórnar eru skýrð. Breytingar eru lagðar til á kjöri Forseta Íslands. Ríkissaksóknari fær stöðu í stjórnarskrá. Þingræðið er styrkt. Ákvæði um náttúruvernd eru sett inn, einnig ákvæði um auðlindir í þjóðareign og loks ákvæði um stöðu íslenskrar tungu og íslenskt táknmál sem ríkismál og skyldu stjórnvalda til að vernda þau og styrkja. Allar eru þessar breytingar mikilvægar en þær sem mesta umfjöllun hafa fengið eru ákvæðin um náttúruvernd og auðlindir í þjóðareign. Ákvæðið um auðlindir í þjóðareign á að ná yfir allar auðlindir. Bæði þær sem við þekkjum nú, og þær sem kunna að raungerast síðar. Fyrir tuttugu árum sáum við hvorki fyrir að vindorka væri auðlind né aðgangur að hálendinu. Þá kann vel að fara svo að í framtíðinni verði aðrar auðlindir mikilvægar, eins og binding koltvísýrings í bergi. Gerður er greinarmunur á hvort nýting auðlindar sé í hreinu ábataskyni eða hvort um samfélagslega nýtingu sé að ræða. Skylt verður að taka gjald af nýtingu í ábataskyni og engin úthlutun nýtingarréttar verður varanleg. Eins og gefur að skilja geta verið uppi misjöfn sjónarmið á mismunandi tímum um hvað teljist til auðlinda og hvað teljist nýting í ábataskyni, en einmitt þess vegna mikilvægt að taka af tvímæli um að þar á er munur og fela síðan Alþingi á hverjum tíma að ákveða með lögum hver gjaldtakan eigi að vera. Náttúruverndarákvæðið er einnig gríðarlega mikilvægt. Áskilnaður um sjálfbæra þróun kemur inn í stjórnarskrá. Þar er skýrt kveðið á um almannaréttinn, heimild fólks til að fara um landið. Skyldan til að ganga vel um landið er fest í stjórnarskrá og rétturinn til heilnæms umhverfis er tryggður. Efni frekar en form Frumvarpið er nú til umræðu í þinginu og hófst fyrsta umræða 3. febrúar. Frumvarpið er vel unnið og ætti að mínu mati að geta orðið grundvöllur til sátta í langvarandi ágreiningsefnum. Svo kann að fara að við vinnsluna þurfi allir að gefa eitthvað eftir af sínum ýtrustu kröfum og ekki víst að öllum finnist frumvarpið endurspegla þá þörf sem þeir telja fyrir breytingar. Á hinn bóginn tel ég að nú sé tækifæri hjá þinginu að sýna þjóðinni að það sé fært um að tala sig niður á ásættanlega niðurstöðu eftir áratuga skoðun og færa þjóðinni ný ákvæði um mikilvæg réttindamál í stjórnarskrá. Fram til þessa hefur endurskoðun strandað á því að menn hafa ekki verið sammála um umfang eða þörf á verkefninu. En nú er verkið hálfnað. Allir þingmenn á Alþingi þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir séu tilbúnir í það verkefni eða hvort menn ætli að halda sig í skotgröfum og ræða fremur um form heldur en efni. Með þessari aðferð leggur Katrín Jakobsdóttir til að við tökum verkefnið í áföngum en af festu, lokum þessum köflum, en tökum svo til við þá næstu. Ég er reiðubúinn í það verkefni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun