Telja Hjálmar samningsbundinn og ætla að kæra ef þess þarf Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 08:31 Hjálmar Stefánsson er að mati Hauka samningsbundinn félaginu út maí. vísir/bára „Okkar túlkun er sú að hann sé samningsbundinn Haukum. Þetta fer bara sína leið í héraðsdómi ef að þess þarf,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, um mál landsliðsmannsins Hjálmars Stefánssonar. Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti