Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:30 Hanna Lind segir alvarlegt að leitarstöðin hafi ekki séð frumubreytingarnar fyrr en sýnið hennar var endurskoðað. Ísland í dag Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. „Ég fer semsagt til kvensjúkdómalæknis og ákvað að láta hann taka leghálssýni hjá mér ásamt því að taka lykkjuna.“ Í skoðuninni sér kvensjúkdómalæknirinn húðflipa á leghálsinum og ákveður að skera af honum og senda í greiningu. „Tveimur vikum seinna fékk ég símtal um að það fundust krabbameinsfrumur í þessu.“ Hanna horfði upp á Fanney vinkonu sína berjast við sama krabbamein og lést hún árið 2019, langt fyrir aldur fram. Hanna og hennar vinkonur voru því sérstaklega meðvitaðar um mikilvægi þess að fara í skimun og segist Hanna hafa fengið hálfgert sjokk og þakkar fyrir að hafa farið til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana áður en krabbameinið náði að dreifa sér um líkamann. Fékk fréttirnar í gegnum síma Hanna var að stússast fyrir jólin og var nýmætt í heimsókn til ömmu sinnar þegar hún fær fréttirnar um greininguna. „Það er rosalega erfitt að fá þessar upplýsingar í gegnum síma út af því að ég meðtók ekkert af því sem hún sagði.“ Hanna endaði á því að hringja aftur tilbaka til þess að fá frekari upplýsingar og fékk í kjölfarið tölvupóst um næstu skref og segir Hanna þá helgi hafa verið ansi lengi að líða og óvissan hafi verið óþægileg. „Svo hringir læknirinn í mig seinnipartinn á þriðjudeginum og segir mér að það fannst ekkert æxli, sem betur fer.“ Hún er þakklát fyrir að þetta hafi aðeins verið á fyrsta stigi, því þá væri enn hægt að lækna þetta. Hanna fór í keiluskurð viku seinna og svo tók tveggja vikna bið. Eftir keiluskurðinn fær hún svo svar úr leitarskimun Krabbameinsfélagsins, engar frumubreytingar fundust. Hún fékk áfall, enda komin með krabbameinsgreiningu og búin að láta fjarlægja meinið eftir að það sýni hafði verið tekið. „Þetta er ótrúlega skrítið og maður verður náttúrulega reiður yfir þessu.“ Ætti að finnast strax Hanna sendi tölvupóst á leitarstöðina og lét vita af þessum mistökum þeirra og röngu greiningunni á sýninu. Í kjölfarið var sýnið hennar skoðað aftur og fékk hún svo tölvupóst frá þeim hálfum mánuði síðar. „Þá viðurkenna þau að það fundust óeðlilegar breytingar í sýninu sem var tekið núna í nóvember. Að það hafi verið einhverjar frumur, eða einhverjar breytingar utan jaðar sýnisins eins og þau orðuðu það. Þeim þótti það leitt að þetta hefði farið framhjá þeim.“ Hanna upplifir reiði og óvissu meðal kvenna sem standa henni næst. Hún eigi góðar vinkonur sem hafi farið í skoðun á svipuðum tíma og fengið sömu niðurstöður og Hanna úr leitarstöðinni og eðlilega farið að efast um sínar niðurstöður og ekki treyst kerfinu. „Það sáust breytingar í seinna skiptið og það er svo merkilegt út af því að við sem konur eigum að geta treyst því að sýnið okkar sé skoðað í fyrstu tilraun, að það sé skoðað vel í fyrstu tilraun. Það á ekki að þurfa að endurskoða það til að sjá breytingarnar. Þannig að það er það sem stakk mig mest, að það fundust breytingar við endurskoðun. Það er svo alvarlegt, það á ekkert að vera þannig. Þetta átti bara að finnast strax.“ Keiluskurðurinn reyndist ekki nóg og þurfti Hanna að fara í legnám sem var henni annað áfall. Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég fer semsagt til kvensjúkdómalæknis og ákvað að láta hann taka leghálssýni hjá mér ásamt því að taka lykkjuna.“ Í skoðuninni sér kvensjúkdómalæknirinn húðflipa á leghálsinum og ákveður að skera af honum og senda í greiningu. „Tveimur vikum seinna fékk ég símtal um að það fundust krabbameinsfrumur í þessu.“ Hanna horfði upp á Fanney vinkonu sína berjast við sama krabbamein og lést hún árið 2019, langt fyrir aldur fram. Hanna og hennar vinkonur voru því sérstaklega meðvitaðar um mikilvægi þess að fara í skimun og segist Hanna hafa fengið hálfgert sjokk og þakkar fyrir að hafa farið til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana áður en krabbameinið náði að dreifa sér um líkamann. Fékk fréttirnar í gegnum síma Hanna var að stússast fyrir jólin og var nýmætt í heimsókn til ömmu sinnar þegar hún fær fréttirnar um greininguna. „Það er rosalega erfitt að fá þessar upplýsingar í gegnum síma út af því að ég meðtók ekkert af því sem hún sagði.“ Hanna endaði á því að hringja aftur tilbaka til þess að fá frekari upplýsingar og fékk í kjölfarið tölvupóst um næstu skref og segir Hanna þá helgi hafa verið ansi lengi að líða og óvissan hafi verið óþægileg. „Svo hringir læknirinn í mig seinnipartinn á þriðjudeginum og segir mér að það fannst ekkert æxli, sem betur fer.“ Hún er þakklát fyrir að þetta hafi aðeins verið á fyrsta stigi, því þá væri enn hægt að lækna þetta. Hanna fór í keiluskurð viku seinna og svo tók tveggja vikna bið. Eftir keiluskurðinn fær hún svo svar úr leitarskimun Krabbameinsfélagsins, engar frumubreytingar fundust. Hún fékk áfall, enda komin með krabbameinsgreiningu og búin að láta fjarlægja meinið eftir að það sýni hafði verið tekið. „Þetta er ótrúlega skrítið og maður verður náttúrulega reiður yfir þessu.“ Ætti að finnast strax Hanna sendi tölvupóst á leitarstöðina og lét vita af þessum mistökum þeirra og röngu greiningunni á sýninu. Í kjölfarið var sýnið hennar skoðað aftur og fékk hún svo tölvupóst frá þeim hálfum mánuði síðar. „Þá viðurkenna þau að það fundust óeðlilegar breytingar í sýninu sem var tekið núna í nóvember. Að það hafi verið einhverjar frumur, eða einhverjar breytingar utan jaðar sýnisins eins og þau orðuðu það. Þeim þótti það leitt að þetta hefði farið framhjá þeim.“ Hanna upplifir reiði og óvissu meðal kvenna sem standa henni næst. Hún eigi góðar vinkonur sem hafi farið í skoðun á svipuðum tíma og fengið sömu niðurstöður og Hanna úr leitarstöðinni og eðlilega farið að efast um sínar niðurstöður og ekki treyst kerfinu. „Það sáust breytingar í seinna skiptið og það er svo merkilegt út af því að við sem konur eigum að geta treyst því að sýnið okkar sé skoðað í fyrstu tilraun, að það sé skoðað vel í fyrstu tilraun. Það á ekki að þurfa að endurskoða það til að sjá breytingarnar. Þannig að það er það sem stakk mig mest, að það fundust breytingar við endurskoðun. Það er svo alvarlegt, það á ekkert að vera þannig. Þetta átti bara að finnast strax.“ Keiluskurðurinn reyndist ekki nóg og þurfti Hanna að fara í legnám sem var henni annað áfall. Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið