Bannað að snertast en 150 þúsund smokkum dreift Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 12:30 Fræg smokkaauglýsing fataframleiðandans Benetton sem birtist í blöðum í kringum Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Getty/Claire Mackintosh Fremstu íþróttastjörnur heims hafa fengið misvísandi skilaboð í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó sem fara fram í sumar þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem geysar. Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Þórsarar með bakið upp við vegg Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Njarðvíkingar geta komist í 2-0 Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira
Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Þórsarar með bakið upp við vegg Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Njarðvíkingar geta komist í 2-0 Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira