Stutt svar við grein Þrastar Ólafssonar um ofanískurðarmokstur Þórarinn Lárusson skrifar 11. febrúar 2021 07:31 Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs.
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun