NBA dagsins: Kyrie Irving sakar liðið sitt um meðalmennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 15:00 Kyrie Irving og James Harden í tapleiknum á móti Detroit Pistons í nótt. Getty/Gregory Shamus Það voru miklar væntingar gerðar til liðs Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta eftir að James Harden fullkomnaði þríeykið með þeim Kyrie Irving og Kevin Durant. Tapleikirnir hafa hins vegar safnast óvænt upp og það gengur sérstaklega illa í leikjunum sem liðið á að vinna. Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira