Virknin gegn suður-afríska afbrigðinu aðeins tíu prósent Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 21:48 Bóluefni AstraZeneca. Getty/Karwai Tang Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31