Sendibréf til sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 8. febrúar 2021 07:01 Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun