Úr fókus, í fókus Andri Thor Birgisson skrifar 7. febrúar 2021 07:01 Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar