Leikurinn var líkt og aðrir leikir Barcelona í deildinni, frekar óspennandi. Liðið var einfaldlega langtum betra en gestirnir í dag. Leikurinn var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 23-12.
Þó Börsungar hafi slakað á eftir hlé og skorað „aðeins“ 17 mörk þá tókst gestunum ekki að skora fleiri mörk en þeir höfðu gert í fyrri hálfleik. Lokatölur því 40-23 og sautján marka sigur Börsunga staðreynd. Þeirra átjándi sigur í deildinni í átján leikjum.
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en Aleix Gómez Abelló var markahæstur með átta mörk, í aðeins átta skotum.
Börsungar eru með átta stiga forskot á Bidosa Irun sem er í öðru sæti deildarinnar.