Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Benedikt Grétarsson skrifar 7. febrúar 2021 20:49 Vísir/Vilhelm Haukar unnu loks sigur í Dominosdeild karla í körfuknattleik en Haukar unnu Val á heimavelli sínum í Ólafssal, 85-78. Haukar hafa nú unnið tvo leiki í deildinni en Valsmenn hafa unnið þrjá leiki. Fyrsti leikhluti var algjörlega eign Hauka. Heimamenn settu niður körfur í öllum regnbogans litum á meðan Valsmenn voru ískaldir í vörn og sókn. Haukar höfðu yfirburðarstöðu að loknum fyrsta leikhluta, 25-9 og útlitið svart hjá gestunum. Óhætt er að segja að taflið hafi snúist við í öðrum leikhluta. Valsmenn hittu nánast öllum þriggja stiga skotum sínum en Haukarnir skriðu svolítið í skelina í þessu áhlaupi Vals. Staðan var skyndilega orðin 36-35 og allur taktur með Valsmönnum. Fínn sprettur Hansel Atencia undir lok fyrri hálfleiks sá þó til þess að Haukar höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38. Haukar héldu forystunni inn í þriðja leikhlutan miðjan en þá komust gestirnir yfir í fyrsta skipti með fallegri þriggja stiga körfu Miguel Cardoso. Heimamenn náðu aftur vopnum sínum og eftir frábæran sprett voru Haukar skyndilega komnir fjórtan stigum yfir. Valsmönnum til hróss, keyrðu þeir aftur upp hraðan og ákafann og komust innan seilingar áð nýju. Lokakaflinn tiheyrði hins vegar Haukum, sem sýndi mikinn andlegan styrk og kláruðu mikilvægan sigur, 85-78. Af hverju unnu Haukar leikinn? Byrjunin var mikilvæg. Það gaf liðinu trú á verkefninu og þó að Valsmenn gerðu vel í að grafa sig upp úr djúpri holu, þá var baráttuandinn og liðsstemming Hauka til fyrirmyndar. Það var líka mikilvægt að Haukar fengu framlag frá mismunadni leikmönnum á mismunandi tímum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hansel Atencia var síógnandi og endaði með 23 stig og 7 stoðsendingar. Hinn ólseigi Brian Fitzpatrick skilaði sinni vinnu vel með 18 stig og 7 fráköst. Ingvi Þór Guðmundsson var frábær í fyrsta leikhluta og endaði með 15 stig. Miguel Cardoso var maðurinn sem dróg vagninn sóknarlega fyrir Val og skoraði 32 stig. Finnur Atli kom sterkur inn af bekknum og smitaði leikgleði inn í hópinn þann tíma sem hann lék. Tölfræði sem vakti athygli Haukar töpuðu 15 boltum en Valur 10. Það er ekki oft sem sigurliðið tapar áberandi fleiri boltum en tapliðið. Hvað gerist næst? Valsmenn taka á móti Keflavík að Hlíðarenda en Haukar mæta Hetti fyrir austan. Israel Martin: Þessi sigur var fyrir alla í Haukum Það mátti sjá mikinn létti yfir Israel Martin, þjálfara Hauka eftir sigurinn gegn Val en Haukar voru búnir að tapa fimm leikjum í röð fyrir þennan mikilvæga sigur. „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn, ekki bara fyrir mig og leikmennina, heldur fyrir Hauka sem félag. Það er mikið af fólki sem vinnur hörðum höndum á bak við tjöldin fyrir klúbbinn og þessi sigur er ekki síst fyrir þetta fólk.“ Hvað skilaði sigrinum í hús? „Mér fannst við sýna meiri þroska inni á vellinum. Í vetur þegar akkúrat þetta hefur gerst, þá höfum við brotnað. Í kvöld héldum við einbeitingunni og baráttunni allan leikinn og það skilaði sigrinum. Ef þú lítur á liðin sem við erum að spila á móti í þessari deild, þá sérðu gríðarlega reynslu og gæði. Mínir strákar eru flestir ungir að árum en það þýðir ekki að þeir geti ekki keppt gegn öllum liðum í deildinni.“ Það hefur gengið illa í vetur og andrúmsloftið var eðlilega orðið örlítið þungt. Þjálfarinn var mjög ánægður með þau svör sem hans strákar gáfu í kvöld. „Við erum búnir að ræða vel saman undanfarið og við erum allir í þessu saman, leikmenn og þjálfarar. Það var mjög mikilvægt að halda andlegum styrk þegar byrjaði að blása á móti og einfaldlega kunna að vinna körfuboltaleiki. Þegar það er spilað svona þétt, þá er mjög erfitt að snúa við taphrinu eins og við vorum að ganga í gegnum.“ Earvin Morris mun ekkert leika með Haukum í vetur, er annar Bandaríkjamaður væntanlegur eftir komandi landsleikjahlé? „Við erum að vinna í þessum málum en ég get ekki lofað því að við fáum nýjan leikmann. Við vonum að sjálfsögðu það besta,“ sagði kampakátur Israel Martin. Breki: Búið að vera leiðinlegt að mæta á æfingar Breki Gylfason er yfirleitt ekki maður margra orða utan vallar en hann var mjög ánægður með sigurinn gegn Val. „Jú algjörlega, bara loksins loksins. Þetta er jákvætt og nú er bara að byggja á þessu.“ Haukar hafa verið í veseni í vetur en reyndu að búa til betri lipsanda með fundi í vikunni. „Við komum saman í vikunni og ræddum vel saman um að vera ekki að eyða of mikilli orku í að svekkja okkur á einhverjum atriðum, heldur halda bara áfram og gera betur í næstu tilraun. Við náðum upp góðum móral innan liðsins í dag og það var mikilvægt.“ Menn verða að hafa gaman að þessu, ekki satt? „Það er búið að vera leiðinlegt að mæta á æfingar. Það er auðvitað leiðinlegt að segja þetta en við stóðum saman og ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Haukar mæta Hetti á Egilsstöðum I næstu umferð í gríðarlega mikilvægum slag. „Það verður mjög mikilvægur leikur og við þurfum að stíga upp í þeim leik eins og við stigum upp í dag. Við getum ekkert gert í stöðunni annað en að taka einn leik í einu og nú er það bara Höttur á fimmtudaginn,“ sagði Breki að lokum. Dominos-deild karla Haukar Valur
Haukar unnu loks sigur í Dominosdeild karla í körfuknattleik en Haukar unnu Val á heimavelli sínum í Ólafssal, 85-78. Haukar hafa nú unnið tvo leiki í deildinni en Valsmenn hafa unnið þrjá leiki. Fyrsti leikhluti var algjörlega eign Hauka. Heimamenn settu niður körfur í öllum regnbogans litum á meðan Valsmenn voru ískaldir í vörn og sókn. Haukar höfðu yfirburðarstöðu að loknum fyrsta leikhluta, 25-9 og útlitið svart hjá gestunum. Óhætt er að segja að taflið hafi snúist við í öðrum leikhluta. Valsmenn hittu nánast öllum þriggja stiga skotum sínum en Haukarnir skriðu svolítið í skelina í þessu áhlaupi Vals. Staðan var skyndilega orðin 36-35 og allur taktur með Valsmönnum. Fínn sprettur Hansel Atencia undir lok fyrri hálfleiks sá þó til þess að Haukar höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38. Haukar héldu forystunni inn í þriðja leikhlutan miðjan en þá komust gestirnir yfir í fyrsta skipti með fallegri þriggja stiga körfu Miguel Cardoso. Heimamenn náðu aftur vopnum sínum og eftir frábæran sprett voru Haukar skyndilega komnir fjórtan stigum yfir. Valsmönnum til hróss, keyrðu þeir aftur upp hraðan og ákafann og komust innan seilingar áð nýju. Lokakaflinn tiheyrði hins vegar Haukum, sem sýndi mikinn andlegan styrk og kláruðu mikilvægan sigur, 85-78. Af hverju unnu Haukar leikinn? Byrjunin var mikilvæg. Það gaf liðinu trú á verkefninu og þó að Valsmenn gerðu vel í að grafa sig upp úr djúpri holu, þá var baráttuandinn og liðsstemming Hauka til fyrirmyndar. Það var líka mikilvægt að Haukar fengu framlag frá mismunadni leikmönnum á mismunandi tímum í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hansel Atencia var síógnandi og endaði með 23 stig og 7 stoðsendingar. Hinn ólseigi Brian Fitzpatrick skilaði sinni vinnu vel með 18 stig og 7 fráköst. Ingvi Þór Guðmundsson var frábær í fyrsta leikhluta og endaði með 15 stig. Miguel Cardoso var maðurinn sem dróg vagninn sóknarlega fyrir Val og skoraði 32 stig. Finnur Atli kom sterkur inn af bekknum og smitaði leikgleði inn í hópinn þann tíma sem hann lék. Tölfræði sem vakti athygli Haukar töpuðu 15 boltum en Valur 10. Það er ekki oft sem sigurliðið tapar áberandi fleiri boltum en tapliðið. Hvað gerist næst? Valsmenn taka á móti Keflavík að Hlíðarenda en Haukar mæta Hetti fyrir austan. Israel Martin: Þessi sigur var fyrir alla í Haukum Það mátti sjá mikinn létti yfir Israel Martin, þjálfara Hauka eftir sigurinn gegn Val en Haukar voru búnir að tapa fimm leikjum í röð fyrir þennan mikilvæga sigur. „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn, ekki bara fyrir mig og leikmennina, heldur fyrir Hauka sem félag. Það er mikið af fólki sem vinnur hörðum höndum á bak við tjöldin fyrir klúbbinn og þessi sigur er ekki síst fyrir þetta fólk.“ Hvað skilaði sigrinum í hús? „Mér fannst við sýna meiri þroska inni á vellinum. Í vetur þegar akkúrat þetta hefur gerst, þá höfum við brotnað. Í kvöld héldum við einbeitingunni og baráttunni allan leikinn og það skilaði sigrinum. Ef þú lítur á liðin sem við erum að spila á móti í þessari deild, þá sérðu gríðarlega reynslu og gæði. Mínir strákar eru flestir ungir að árum en það þýðir ekki að þeir geti ekki keppt gegn öllum liðum í deildinni.“ Það hefur gengið illa í vetur og andrúmsloftið var eðlilega orðið örlítið þungt. Þjálfarinn var mjög ánægður með þau svör sem hans strákar gáfu í kvöld. „Við erum búnir að ræða vel saman undanfarið og við erum allir í þessu saman, leikmenn og þjálfarar. Það var mjög mikilvægt að halda andlegum styrk þegar byrjaði að blása á móti og einfaldlega kunna að vinna körfuboltaleiki. Þegar það er spilað svona þétt, þá er mjög erfitt að snúa við taphrinu eins og við vorum að ganga í gegnum.“ Earvin Morris mun ekkert leika með Haukum í vetur, er annar Bandaríkjamaður væntanlegur eftir komandi landsleikjahlé? „Við erum að vinna í þessum málum en ég get ekki lofað því að við fáum nýjan leikmann. Við vonum að sjálfsögðu það besta,“ sagði kampakátur Israel Martin. Breki: Búið að vera leiðinlegt að mæta á æfingar Breki Gylfason er yfirleitt ekki maður margra orða utan vallar en hann var mjög ánægður með sigurinn gegn Val. „Jú algjörlega, bara loksins loksins. Þetta er jákvætt og nú er bara að byggja á þessu.“ Haukar hafa verið í veseni í vetur en reyndu að búa til betri lipsanda með fundi í vikunni. „Við komum saman í vikunni og ræddum vel saman um að vera ekki að eyða of mikilli orku í að svekkja okkur á einhverjum atriðum, heldur halda bara áfram og gera betur í næstu tilraun. Við náðum upp góðum móral innan liðsins í dag og það var mikilvægt.“ Menn verða að hafa gaman að þessu, ekki satt? „Það er búið að vera leiðinlegt að mæta á æfingar. Það er auðvitað leiðinlegt að segja þetta en við stóðum saman og ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Haukar mæta Hetti á Egilsstöðum I næstu umferð í gríðarlega mikilvægum slag. „Það verður mjög mikilvægur leikur og við þurfum að stíga upp í þeim leik eins og við stigum upp í dag. Við getum ekkert gert í stöðunni annað en að taka einn leik í einu og nú er það bara Höttur á fimmtudaginn,“ sagði Breki að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum