NBA dagsins: Besta liðið gefur ekkert eftir og James tók fram úr Chamberlain Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 14:30 Donovan Mitchell treður boltanum í sigrinum á Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Svipmyndir úr leiknum, sigri LA Lakers á Denver Nuggets, og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 5. febrúar Atlanta hefur mætt LA Lakers, LA Clippers og Philadelphia 76ers, sem eru í toppbaráttunni með Utah, en Lloyd Pierce þjálfari Atlanta er á því að Utah sé best þeirra: „Utah er besta liðið sem við höfum mætt á þessu ári, og ég legg ríka áherslu á orðið „lið“,“ sagði Pierce. Utah skorar liða mest utan þriggja stiga línunnar en Jordan Clarkson setti niður fimm þrista í nótt og skoraði alls 23 stig. Bojan Bogdanovic skoraði 21 stig og Donovan Mitchell 18. Liðið hefur unnið 17 leiki en tapað fimm það sem af er leiktíð. Árangur Lakers er litlu síðri en liðið hefur tapað sex leikjum og vann sinn sautjánda sigur í nótt, og þann þriðja í röð. Lakers unnu Denver Nuggets 114-93 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. LeBron James skoraði þrefalda tvennu (27 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) í 96. sinn á ferlinum og komst upp í þriðja sæti listans yfir flest stig úr opnum leik (ekki af vítalínunni) í NBA-deildinni. ANOTHER ACHIEVEMENT FOR THE KING LeBron is now 3rd on the all-time field goals made list, passing Wilt Chamberlain pic.twitter.com/Dajr5mVBTR— Sports Illustrated (@SInow) February 5, 2021 James komst upp fyrir Wilt Chamberlain á listanum þegar hann fór upp í 12.682 stig með körfu í fyrsta leikhluta. Aðeins Kareem Abdul-Jabbar (15.837 stig) og Karl Malone (13.528) hafa skorað fleiri stig úr opnum leik á ferli sínum í NBA. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Svipmyndir úr leiknum, sigri LA Lakers á Denver Nuggets, og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 5. febrúar Atlanta hefur mætt LA Lakers, LA Clippers og Philadelphia 76ers, sem eru í toppbaráttunni með Utah, en Lloyd Pierce þjálfari Atlanta er á því að Utah sé best þeirra: „Utah er besta liðið sem við höfum mætt á þessu ári, og ég legg ríka áherslu á orðið „lið“,“ sagði Pierce. Utah skorar liða mest utan þriggja stiga línunnar en Jordan Clarkson setti niður fimm þrista í nótt og skoraði alls 23 stig. Bojan Bogdanovic skoraði 21 stig og Donovan Mitchell 18. Liðið hefur unnið 17 leiki en tapað fimm það sem af er leiktíð. Árangur Lakers er litlu síðri en liðið hefur tapað sex leikjum og vann sinn sautjánda sigur í nótt, og þann þriðja í röð. Lakers unnu Denver Nuggets 114-93 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. LeBron James skoraði þrefalda tvennu (27 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) í 96. sinn á ferlinum og komst upp í þriðja sæti listans yfir flest stig úr opnum leik (ekki af vítalínunni) í NBA-deildinni. ANOTHER ACHIEVEMENT FOR THE KING LeBron is now 3rd on the all-time field goals made list, passing Wilt Chamberlain pic.twitter.com/Dajr5mVBTR— Sports Illustrated (@SInow) February 5, 2021 James komst upp fyrir Wilt Chamberlain á listanum þegar hann fór upp í 12.682 stig með körfu í fyrsta leikhluta. Aðeins Kareem Abdul-Jabbar (15.837 stig) og Karl Malone (13.528) hafa skorað fleiri stig úr opnum leik á ferli sínum í NBA. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn