Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til.
Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot.
Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik.
Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas.
Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89.
NBA dagsins má sjá hér að ofan.
Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points
— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021
That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av