Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentum Vísir/Vilhelm Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30
Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48
Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19