Myndböndin eru mjög vinsæl og á dögunum var sýnt frá hverfinu Zhejiang sem er á austurströnd Kína.
Um er að ræða hverfi sem er í raun alveg eins og París. Þar má til að mynda finna Eiffel-turninn en sá kínverski er þrefalt lægri en turninn í Parísarborg.
Allur byggingarstíll í hverfinu er svipaður og í París í Frakklandi eins og sjá má hér að neðan en þar er einnig farið yfir nokkur önnur skemmtileg myndbönd sem fundust á veraldarvefnum.