„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2021 07:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Vísir/Sigurjón Ólason Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport. Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira