„Ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar“ Gunnar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2021 22:46 Einar messar yfir sínum mönnum fyrr á leiktíðinni. vísir/hulda margrét Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði slakan varnarleik í þriðja leikhluta hafa orðið liði sínu að falli gegn Hetti í kvöld. Höttur vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið hafði betur 88-83 gegn Njarðvík á Egilsstöðum. „Hattarliðið byrjaði gríðarlega vel en við ekki. Ég var samt ánægður með að við unnum okkur til baka og vorum tveimur stigum undir í hálfleik. Núna fljótt eftir leik furða ég mig á þriðja leikhlutanum, þar fengum við á okkur 35 stig, sem er galið. Vissulega setti Mallory niður erfið skot en við gerðum líka óþarfa mistök. Við getum nefnt að það klikkar hjá okkur víti og leikmaður Hattar, sem átti að vera dekkaður af þeim sem var á línunni, setur niður þriggja stiga skot. Þar bregst liðið honum. Dino (Stipcic) setur niður þrist þar sem vantar samskipti milli bakvarða hjá mér. Höttur kemst líka upp að endalínu í fyrstu bylgju. Hattarmenn refsuðu okkur grimmilega, bjuggu til forskot og gerðu vel í að halda í það.“ Þú nefnir að þið hafið verið slappir í bæði fyrsta og þriðja leikhluta, vanmátuð þið Hött? „Ekki séns, ég ber það mikla virðingu fyrir mínum leikmönnum. Gleymdu hugmyndinni! Höttur hefur verið í hörkuleikjum í þessari deild og við höfum ekki rætt um annað í undirbúningnum en liðið sé stórhættulegt. Það hefði vel getað unnið síðasta leik. Ekki tala Hattarliðið niður. Það kom ákveðið til leiks en ekki við. Vissulega spiluðum við sóknina ekki vel, okkur vantaði áræðni í að keyra á körfuna en þeir gerðu líka vel í að ýta okkur út. Ef þú horfir á tölfræðina okkar í vetur en við höfum skotið vel utan þriggja stiga línunnar og af vítalínunni. Þessi atriði brugðust okkur í kvöld, við missum níu víti og erum köflóttir utan þriggja stiga línunnar. Það getur hins vegar gerst en við eigum að vinna okkur upp á góðum varnarleik. Hann brást okkur í þriðja leikhluta. Það er hægt að tala um byrjunina en við vorum búnir að jafna leikinn.“ En þetta eru samt engan vegin góð úrslit fyrir Njarðvík. Hvað þýðir það að tapa fyrir Hetti? „Þetta eru tvö töpuð stig – ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar – þetta er helvítis, hörku lið! Það er galið að velta öðru upp, eins og himinn og jörð séu að farast. Deildin er þannig að enginn leikur er gefins og Hattarliðið hefur spilað vel. Þetta voru – já – vond úrslit, en það að hafa tapað fyrir Hetti. Það er kannski í anda þess sem liggur í loftinu en þetta er ekki þannig deild að eitt lið vanmeti annað. Við spiluðum ekki vörnina og Höttur var virkilega góður.“ Antionio Hester skoraði 33 stig fyrir Njarðvík í kvöld og dró vagninn en það vantaði framlag frá fleirum. Rodney Glasgow skoraði vissulega 15 stig alls, en aðeins tvö í fyrri hálfleik en Mario Matasovic aðeins fjögur alls, öll í seinni hálfleik. „Rodney kom okkur í gang í seinni hálfleik en Mario átti ekki sinn dag. Ég hlakka til að sjá hann bregðast við í næsta leik. Hester var vissulega öflugur en við hefðum þurft að fá meira úr fleiri áttum.“ Njarðvík tilkynnti fyrir helgi að liðið hefði samið við Kyle Johnson, fyrrum leikmann Stjörnunnar. Hann var ekki með í kvöld. „Það er bónus ef hann kemur til okkar fyrir landsleikjahléið, en hann verður klár þegar deildin fer aftur af stað í lok febrúar. Kyle þarf síðan tíma til að koma sér inn í okkar leik en við þekkjum hann sem andstæðing frá síðasta vetri og hann okkur. Hann kemur með hæð í bakvarðastöðuna sem okkur skortir þegar Maciek (Baginski) er ekki með og eins frákastagetur sem okkur vantar líka án Maciek. Kyle er reynslubolti sem breikkar hópinn. Það er mikið álag að spila tvisvar í viku og við megum við því að fá ferska fætur því enginn leikur er léttmeti. Við vorum með 10 leikmenn hér í kvöld, 8 fóru inn á gólfið. Það er samkeppni í liðinu og menn verða vinna á æfingum til að koma sér á gólfið.“ UMF Njarðvík Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Njarðvík 88-83 | Njarðvík fyrstu fórnarlömb Hattar í vetur Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. 31. janúar 2021 22:16 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Hattarliðið byrjaði gríðarlega vel en við ekki. Ég var samt ánægður með að við unnum okkur til baka og vorum tveimur stigum undir í hálfleik. Núna fljótt eftir leik furða ég mig á þriðja leikhlutanum, þar fengum við á okkur 35 stig, sem er galið. Vissulega setti Mallory niður erfið skot en við gerðum líka óþarfa mistök. Við getum nefnt að það klikkar hjá okkur víti og leikmaður Hattar, sem átti að vera dekkaður af þeim sem var á línunni, setur niður þriggja stiga skot. Þar bregst liðið honum. Dino (Stipcic) setur niður þrist þar sem vantar samskipti milli bakvarða hjá mér. Höttur kemst líka upp að endalínu í fyrstu bylgju. Hattarmenn refsuðu okkur grimmilega, bjuggu til forskot og gerðu vel í að halda í það.“ Þú nefnir að þið hafið verið slappir í bæði fyrsta og þriðja leikhluta, vanmátuð þið Hött? „Ekki séns, ég ber það mikla virðingu fyrir mínum leikmönnum. Gleymdu hugmyndinni! Höttur hefur verið í hörkuleikjum í þessari deild og við höfum ekki rætt um annað í undirbúningnum en liðið sé stórhættulegt. Það hefði vel getað unnið síðasta leik. Ekki tala Hattarliðið niður. Það kom ákveðið til leiks en ekki við. Vissulega spiluðum við sóknina ekki vel, okkur vantaði áræðni í að keyra á körfuna en þeir gerðu líka vel í að ýta okkur út. Ef þú horfir á tölfræðina okkar í vetur en við höfum skotið vel utan þriggja stiga línunnar og af vítalínunni. Þessi atriði brugðust okkur í kvöld, við missum níu víti og erum köflóttir utan þriggja stiga línunnar. Það getur hins vegar gerst en við eigum að vinna okkur upp á góðum varnarleik. Hann brást okkur í þriðja leikhluta. Það er hægt að tala um byrjunina en við vorum búnir að jafna leikinn.“ En þetta eru samt engan vegin góð úrslit fyrir Njarðvík. Hvað þýðir það að tapa fyrir Hetti? „Þetta eru tvö töpuð stig – ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar – þetta er helvítis, hörku lið! Það er galið að velta öðru upp, eins og himinn og jörð séu að farast. Deildin er þannig að enginn leikur er gefins og Hattarliðið hefur spilað vel. Þetta voru – já – vond úrslit, en það að hafa tapað fyrir Hetti. Það er kannski í anda þess sem liggur í loftinu en þetta er ekki þannig deild að eitt lið vanmeti annað. Við spiluðum ekki vörnina og Höttur var virkilega góður.“ Antionio Hester skoraði 33 stig fyrir Njarðvík í kvöld og dró vagninn en það vantaði framlag frá fleirum. Rodney Glasgow skoraði vissulega 15 stig alls, en aðeins tvö í fyrri hálfleik en Mario Matasovic aðeins fjögur alls, öll í seinni hálfleik. „Rodney kom okkur í gang í seinni hálfleik en Mario átti ekki sinn dag. Ég hlakka til að sjá hann bregðast við í næsta leik. Hester var vissulega öflugur en við hefðum þurft að fá meira úr fleiri áttum.“ Njarðvík tilkynnti fyrir helgi að liðið hefði samið við Kyle Johnson, fyrrum leikmann Stjörnunnar. Hann var ekki með í kvöld. „Það er bónus ef hann kemur til okkar fyrir landsleikjahléið, en hann verður klár þegar deildin fer aftur af stað í lok febrúar. Kyle þarf síðan tíma til að koma sér inn í okkar leik en við þekkjum hann sem andstæðing frá síðasta vetri og hann okkur. Hann kemur með hæð í bakvarðastöðuna sem okkur skortir þegar Maciek (Baginski) er ekki með og eins frákastagetur sem okkur vantar líka án Maciek. Kyle er reynslubolti sem breikkar hópinn. Það er mikið álag að spila tvisvar í viku og við megum við því að fá ferska fætur því enginn leikur er léttmeti. Við vorum með 10 leikmenn hér í kvöld, 8 fóru inn á gólfið. Það er samkeppni í liðinu og menn verða vinna á æfingum til að koma sér á gólfið.“
UMF Njarðvík Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Njarðvík 88-83 | Njarðvík fyrstu fórnarlömb Hattar í vetur Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. 31. janúar 2021 22:16 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Njarðvík 88-83 | Njarðvík fyrstu fórnarlömb Hattar í vetur Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið vann Njarðvík á heimavelli 88-83 í kvöld. Smáatriðin skildu liðin að í jöfnum leik. 31. janúar 2021 22:16
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti