Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 13:51 Dagur segir að viðbrögð hans við atvikinu hafi komið í skrefum. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur. Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur.
Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira