Hinn 32 ára Johnson er Kanadamaður með breskt ríkisfang og hefur leikið með breska landsliðinu.
Johnson er ekki ókunnur íslenska körfuboltanum en hann lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og varð bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði 13,9 stig og tók 5,2 fráköst að meðaltali í leik með Stjörnunni.
Maciek Baginski verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla og því hafa Njarðvíkingar þétt raðirnar með því að fá Johnson. Fyrir eru þrír erlendir leikmenn í herbúðum Njarðvíkur: Antonio Hester, Mario Matasovic og Rodney Glasgow.
Njarðvík vann Grindavík í gær, 81-78, og er í 2. sæti Domino's deildarinnar. Næsti leikur er gegn Hetti á Egilsstöðum á sunnudagskvöldið.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.