Læknamistök Davíð Þór Þorvaldsson skrifar 28. janúar 2021 10:30 Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar